Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 39 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 19.09.2025 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Starfsmannagleði Íslandsbanka
Bjössi trúbador er með fjölbreyttan lagalista og kann að lesa salinn. Hann kann að halda uppi stuði ef það er krafan og einnig að búa til ljúfa og notalega stemningu ef því er að skipta. Mæli hiklaust með Bjössa.
Gunnar Reyr Sigurðsson

Smalaball fyrir Aðföng
Mig langar til að þakka ykkur fyrir frábæra þjónustu við okkur. Þið eruð virkilegir fagmenn í gegn, allt stóðst og var lykillinn að vel heppnuðu kvöldi hjá okkur í Aðföngum. Aftur, takk kærlega fyrir frábæra vinnu og hjá okkur fáið þið þau allra bestu meðmæli sem hægt er að gefa.
Lárus Óskarsson

40 ára afmæli á Eyrarbakka
Bjössi Greifi gerði góða veislu betri. Mjög þægilegur í samskiptum, allt stóðst sem hann sagði. Fagmennska í fingurgómum og hann hélt uppi góðu stuði langt fram á nótt. Líklega var hápunkturinn þegar hann hlóð í trúbador útgáfu a "stendur framan við sviðið", eftir beiðni frá afmælisbarninu. Ta... Lesa meira
Erling Tómasson