Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 39 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 30.10.2025 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Haustfagnaður Íslandsbanka.
Mæli hiklaust með Bjössa Greifa, hann kom sá og sigraði á haustfagnaði Útibúaþjónustu Íslandsbanka...við vorum í litlum sal en það skipti ekki máli það gat engin setið kyrr, á þriðja lagi voru allir farnir að dansa og það var dansað þar til yfir lauk. Hann er snillingur strákurinn, lagavalið flott o... Lesa meira
Anna María Sigurðardóttir

Innflutningspartý í Mosfellsbæ
Bjössi sló í gegn í garðveislunni, okkar eigin útihátíð á pallinum :) Get svo sannarlega mælt með Bjössa trúbador í hvaða veislur sem er! Faglegur í alla staði og lagavalið mjög fjölbreytt.
Gyða Hlín Björnsdóttir

F-in fimm
Við hjónin fögnuðum þremur áföngum: 40 ára afmæli, útskrift og innflutningi á nýtt heimili. Með það í huga að láta áfangana ekki líta út eins útvarp Saga væri gimrandi um allt hús fannst okkur tilvalið að finna trúbador til að keyra pakkið í stuð. Við fengum Bjössa til verks eftir að hafa fundið... Lesa meira
Helgi Þórisson