Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 40 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 27.01.2026 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Takk fyrir okkur
Við nýbökuðu hjónin viljum þakka þér kærlega fyrir frábæran fluttninginn í brúðkaupi okkar. Þú slóst í gegn gestirnir mjög ánægðir, frábær stemmning og mikið dansað. Takk fyrir okkur meistari.
Eiríkur Gíslason

Starfsmannagleði JCC
Bjössi kom og spilaði á sumargleðinni okkar í JCC. Fagmaður fram í fingurgóma. Las hópinn ótrúlega vel, byrjaði rólega og endaði með stæl, allir farnir að dansa :) Spilar nákvæmlega allt sem manni dettur í hug og er skemmtilegur sögumaður. Mæli 100% með honum í allt!
Ósk

Brúðkaupsveisla í Keflavík
Bjössi kom og spilaði í brúðkaupi hjá okkur og var vægast sagt frábær í alla staði. Hann var með gott og fjölbreytt úrval af lögum og gat tekið öll þau óskalög sem beðið var um. Mun ekki hika við að fá hann aftur. Þakka kærlega fyrir mig og mína.
Sveinn og Viktoría