Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 40 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 02.01.2026 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Árspartý starfsfólks Hlíðaskóla
Bjössi kom og hélt uppi stuðinu í árspartýi hjá starfsfólki Hlíðaskóla. Hann spilaði samfleytt í næstum tvo og hálfan klukkutíma og hefði örugglega haldið áfram í aðra tvo klukkutíma ef við hefðum haft salinn lengur! Virkilega góður hljóðfæraleikur og söngur og Bjössi áttaði sig algjörlega á því hva... Lesa meira
Sigurrós Jóna Oddsdóttir skemmtinefndarkona

40 ára afmæli á Eyrarbakka
Bjössi Greifi gerði góða veislu betri. Mjög þægilegur í samskiptum, allt stóðst sem hann sagði. Fagmennska í fingurgómum og hann hélt uppi góðu stuði langt fram á nótt. Líklega var hápunkturinn þegar hann hlóð í trúbador útgáfu a "stendur framan við sviðið", eftir beiðni frá afmælisbarninu. Ta... Lesa meira
Erling Tómasson

Árshátið Tern Systems
Árshátíðarnefnd Tern átti fund með Bjössa nokkrum vikum fyrir árshátíð. Hann skrifaði hjá sér púnkta um fyrirtækið og starfsmenn, mætti svo 2 klst fyrir árshátíðina, stillti upp, talaði við starfsfólk hótels og eldhúss og átti svo staðinn þegar árshátíðin hófst enda var hann eins og einn af okkur.... Lesa meira
Kári Harðarson