Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 40 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 10.01.2026 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Útskriftarafmæli
Bjössi kom og hélt uppi stemmingu og fjöri hjá okkur fyrrum útskriftarnemum frá Bifröst. Hann sá um veislustjórn, fjöldasöng og meira að segja lék hann fyrir dansi. Hann náði vel til hópsins og hélt uppi fjörinu allt kvöldið. Takk fyrir frábært kvöld og gott samstarf við undirbúninginn. Við í ... Lesa meira
Útskriftarafmæli frá Háskólanum á Bifröst

Starfsmannaskemmtun
Bjössi stendur alltaf fyrir sínu. Þetta er í annað sinn sem við fáum hann til okkar og erum alltaf jafn ánægð. Hann kann klárlega að halda uppi fjörinu. Öll samskipti voru skjót og fagmannleg. Það skemmtu sér allir konunglega. Mæli hiklaust með honum :)
Heiðdís Haukdal

Frábær frammistaða
Ég get mælt með Bjössa trúbador heilshugar, hann er mjög þægilegur í allri umgengni og er frábær tónlistarmaður. Bjössi kann alla helstu slagaranna og syngur mjög vel. Í veislunni minni kom hann inn á tilsettum tíma setti upp allar græjurnar og byrjaði svo á að kynna sig og sagði nokkra brandara. Þe... Lesa meira
Margrét Elíasdóttir