Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 39 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 06.11.2025 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Árshátíð Rúmfatalagersins
Vill þakka Bjössa fyrir flotta veislustjórn á árshátíð Rúmfatalagersins. Hann kom inní dæmið 2 vikum fyrir árshátíð eftir að annar afbókaði sig. Og stóð sig frábærlega þrátt fyrir nauman tíma. Náði vel til fólks. Mæli hiklaust með honum.
Jobbi Smári Brynhildarson

Fertugsafmæli í Reykjavík
Bjössi kom, sá og sigraði. Hann náði öllum út á dansgólfið, hópi sem var frá tvítugu upp á rúmlega 60 ára, geri aðrir betur. Hann fær topp meðmæli frá mér og ekki skemmdi að hann kunni ÖLL lögin.
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir

Árspartý starfsfólks Hlíðaskóla
Bjössi kom og hélt uppi stuðinu í árspartýi hjá starfsfólki Hlíðaskóla. Hann spilaði samfleytt í næstum tvo og hálfan klukkutíma og hefði örugglega haldið áfram í aðra tvo klukkutíma ef við hefðum haft salinn lengur! Virkilega góður hljóðfæraleikur og söngur og Bjössi áttaði sig algjörlega á því hva... Lesa meira
Sigurrós Jóna Oddsdóttir skemmtinefndarkona