Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 39 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 26.04.2025 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Leikskólinn Rjúpnahæð
Einstaklega gaman að fá Bjössa í heimsókn til okkar í Rjúpnahæð. Börnunum þótti frábært að syngja og dansa við tónlistina hans. Skemmtileg upplifun og fjölbreytt lagaval. Alltaf gaman að fá Bjössa í heimsókn til okkar, takk fyrir okkur.
Hrönn leikskólastjóri

Smalaball fyrir Aðföng
Mig langar til að þakka ykkur fyrir frábæra þjónustu við okkur. Þið eruð virkilegir fagmenn í gegn, allt stóðst og var lykillinn að vel heppnuðu kvöldi hjá okkur í Aðföngum. Aftur, takk kærlega fyrir frábæra vinnu og hjá okkur fáið þið þau allra bestu meðmæli sem hægt er að gefa.
Lárus Óskarsson

Innflutningspartý í Mosfellsbæ
Bjössi sló í gegn í garðveislunni, okkar eigin útihátíð á pallinum :) Get svo sannarlega mælt með Bjössa trúbador í hvaða veislur sem er! Faglegur í alla staði og lagavalið mjög fjölbreytt.
Gyða Hlín Björnsdóttir