Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 39 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 02.04.2025 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Algjör snilld
Takk fyrir okkur. Frábær trúbador sem svo sannarlega er hægt að mæla með, hélt uppi stuði og stemmningu hjá hópnum ?? Bókum pottþétt aftur í næsta partý.
Birta

Takk fyrir okkur
Við nýbökuðu hjónin viljum þakka þér kærlega fyrir frábæran fluttninginn í brúðkaupi okkar. Þú slóst í gegn gestirnir mjög ánægðir, frábær stemmning og mikið dansað. Takk fyrir okkur meistari.
Eiríkur Gíslason

Fimmtugsafmæli
Bjössi er náttúrulega bara snillingur. Hann er ótrúlega klár í að lesa hópinn (sem var ca 80-90 manns) og velja lög sem henta tilefninu. Hann byrjaði frekar rólega og gaf í þegar leið á kvöldið og fjör færðist í mannskapinn. Hann náði öllum á dansgólfið og var þvílíkt sungið og tjúttað. Hann var svo... Lesa meira
Inga Steinunn veislustjóri