Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 39 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 07.12.2025 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Starfsmannagleði IKEA
Bjössi spilaði á starfsmannagleði IKEA. Hann lagði metnað í lagavalið og las vel fjölbreytta hóp starfsmanna hjá okkur. Við mælum hiklaust með Bjössa, mikill fagmaður á ferð!
Fjóla Kristín

Innflutningspartý í Mosfellsbæ
Bjössi sló í gegn í garðveislunni, okkar eigin útihátíð á pallinum :) Get svo sannarlega mælt með Bjössa trúbador í hvaða veislur sem er! Faglegur í alla staði og lagavalið mjög fjölbreytt.
Gyða Hlín Björnsdóttir

Árshátið Tern Systems
Árshátíðarnefnd Tern átti fund með Bjössa nokkrum vikum fyrir árshátíð. Hann skrifaði hjá sér púnkta um fyrirtækið og starfsmenn, mætti svo 2 klst fyrir árshátíðina, stillti upp, talaði við starfsfólk hótels og eldhúss og átti svo staðinn þegar árshátíðin hófst enda var hann eins og einn af okkur.... Lesa meira
Kári Harðarson