Búnaður og tæki skipta miklu máli til að koma bæði tónum og tali vel til skila.
Allt of oft hafa tæknibilanir eða lélegur búnaður skemmt fyrir annars góðum atriðum í veislum.
Ég á vönduð hljóðkerfi og tæki sem henta frá litlum partýum í heimahúsum upp í stórar veislur í stærri sölum.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem ég er að nota og bjóða upp á.
YAMAHA DSR112 1500W box
db technologies SubWoofers
Allen & Heath Qu-16 16 rása mixer.
Soundcraft U116 16 rása mixer.
Mackie SRS1500 1200W Subwoffer
Mackie Onyx 1220i 12 rása mixer.
ARX Audibox BlueTooth móttakari.
Shure KSM8 og Shure Beta SM58A hljóðnemar.
König & Meyer hljóðnema og hátlara standar.
Þetta hljóðkerfi hentar fyrir stærri sali en einnig er hægt að taka hluta af því með fyrir minni sali. Allan&Heath og Soundcraft mixerum er stýrt með iPad yfir WiFi og því hægt að hækka og lækka í t.d. ræðum utan úr sal sem getur komið sér mjög vel í stærri veislum.
Ef kerfið á að þjóna DJ munar mikið um að hafa Subwoofer í kerfinu.
ARX BlueTooth mótakarinn gerir kleift að tengja tónlnist úr símum og tölvum þráðlaust við hljóðkerfið.
Hljóðfærahúsið selur YAMAHA hljóðkerfin.
Hljóð X - Rín selur Soundcraft mixerana.
AER Domino3 er með 4 rásum og innbyggðu Reverbi og Delay.
Shure KSM8 og Shure Beta SM58A hljóðnemar.
König & Meyer hljóðnema standar.
Þessi litla en samt ótrúlega öfluga hljóðkerfi hentar frábærlega fyrir
trúbadora og ræður í minni sölum og heimahúsum.
AER hljóðkerfin eru annáluð fyrir hljómgæði og fást í Tónastöðinni.
Shure Beta 58a eru löngu orðnir klassík þegar kemur að lifandi söng.
Notaðir af heimsþekktu tónlistarfólki um allan heim í nánast öllum tegundum tónlistar.
Shure KSM8 eru nýjir hljóðnemar frá hinu virta fyrirtæki Shure.
Í þessum hljóðnema er svokölluð Dualdyne™ tækni í fyrsta sinn komin í "hand held" hljóðnema en hún hefur þau góðu áhrif að hljómur raddarinnar breytist minna en í hefðbundnum hljóðnemum ef bilið milli hljóðnema og raddar eykst.
Þetta kemur sér einstaklega vel ef sungið er missterkt og hljóðnema haldið mislangt frá til að jafna styrk raddarinnar í hljóðkerfi.
Fyrir utan að líta einstaklega vel út þá hljóma þeir guðdómlega.
Hljóðfærahúsið / Tónabúðin selur Shure hljóðnema á Íslandi.
Sennheiser EW 100 G4 845-S þráðlaus hljóðnemi og móttakari.
Sennheiser hefur um árabil verið fremstir í flokki ásamt Shure þegar kemur að þráðlausum lausnum. 845-S hljóðneminn er í þessu tilfelli settur á sendi sem dregur allt að 100 metra við bestu skilyrði.
Þráðlausu lausnirnar frá Sennheiser eru þekktar fyrir áræðanleika og hnökralausa frammistöðu við erfiðustu aðstæður.
Þessi hljóðnemi er tilvalinn fyrir söng eða ræður í stærri veislum og viðburðum.
PFAFF selur Seinnheiser á Íslandi.
Martin er einn virtasti kassagítarframleiðandi í heimi og gítararnir þeirra eru einfaldlega frábærir og þeir bestu sem ég hef prófað.
Ég nota Martin D-35 en þá týpu hafa menn eins og t.d. Paul McCartney notað mikið á sínum ferli
Í minn gítar setti ég svo L.R. Baggs Anthem
pickup sem skilar frábærum hljóm gítarsins fullkomnlega út í hljóðkerfið.
Hér er sniðug síða fyrir byrjendur til að átta sig á hvernig gítar hentar þeim.
Beginner Guitar HQ
Martin GPC-16 Rosewood er sérstaklega hannaðu fyrir tónleikahald og að tengjast við hljóðkerfi. GPC-16 stendur fyrir Grand Performance Cutaway og 16 er seríu númerið.Cutaway þýðir að tekið er úr búknum við efsta hlutann á hálsinum svo auðveldara sé að spila efst á háls gítarsins.
Gíarinn er gerður úr Sitka spruce við í topp en Rósavið í baki og hliðum.
Þessi gítar er aðeins bjartari en D-35 týpan hér fyrir ofan.
Í þessum gítar er Fishman® Matrix VT Enhance NT2 hljóðkerfi sem skilar frábærum hljóm gítarsins fullkomnlega út í hljóðkerfið. Fishman og Martin hafa átt langt og farsælt samstarf og er þetta hljóðkerfi sérhannað fyrir Martin.
Taylor er eins og Martin mjög virtur kassagítarframleiðandi og gítararnir þeirra eru margverðlaunaðir.
Taylor GS Mini er minni töluvert minni en hefðbundnir kassagítarar og hentar því ekki í allt en hljómar þó ótrúlega stór. Mér finnst Taylor GS Mini sérstaklega hentugur í "fingerpickin" spilamennsku.
Í Taylorinn minn setti ég L.R. Baggs Anthem
eins og í Martin D-35 gítarinn.
Custom Guitar Picks er fyrirtæki sem framleiðir gítarneglur eftir pöntunum og prentar á þær.
Það er alltaf verið að spyrja mig hvort ég sé ekki með nafnspjöld og þarna sló ég tvær flugur í einu höggi.
Þessar neglur eru úr Celluloid og eru 0.71 gauge. Virkilega gott grip á þeim.
TC-Helicon Voicelive 3 extreme er ótrúleg græja og í henni eru allir effectar fyrir söng og gítar. Þetta galdratæki getur raddað söngvarann með því að "hlusta" á hvað verið er að spila á gítarinn. Í henni looper sem getur tekið upp og endurtekið bæði gítar og söng og að auki getur hún breytt hvaða rödd sem er frá bassa eins og Barry White upp í hæstu hæðir eins Tincerbell og allt þar á milli.
Þegar maður er einu sinni búinn að prófa þetta er ekki aftur snúið.
L.R. Baggs Venue DI er kassagítarformagnari með mjög fullkomnum 5 banda EQ, Garret Null notfch filter feedback vörn, boost og tuner. Venue eykur möguleikann á að ná fullkomnum kassagítarhljóm við nánast allar aðstæður.
The Logarhythm mk 3 er frábært stompbox sem ég nota sem bassafyllingu eða bassatrommu eftir því hvað við á. Oft myndast dansstemming og þá er gott að hafa þetta til að slá taktinn. Það er hægt að nota þennan trédrumb á ótrúlega marga vegu. Hér má sjá Chris Woods sýna nokkra möguleika.
Hér er annað myndband með honum.
Með þessu getur einn maður hljómað nánast eins og lítil hljómsveit (one man band).