Bjössi Greifi - GALDUR Í SMÍÐUM

Haustið 2017 skráði ég mig á gítarsmíðanámskeið hjá Gunnari Erni Sigurðssyni í Tækniskólanum.
Þetta var eitthvað sem mig hafði lengi langað og lét loksins verða af því.

Á námskeiðinu voru 9 einstaklingar og boðið var upp á að smíða Fender Telecaster, Fender Telecaster Thinline, Fender Stratocaster, Gibson SG standard og Fender Jass bass.

Fyrir valinu hjá mér varð að smíða gítar sem byggir á Gibson SG Standard en ég ákvað gera ákveðnar breytingar á hönnuninni.
Það er meiri vinna við þessa tegund gítara en Fender gítara svo gott er að hafa það í huga.
Í stuttu máli þá var þetta námskeið hrikalega skemmtilegt og mæli ég með þessu fyrir alla sem hafa áhuga á gíturum og bössum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir og söguna af því hvernig þetta verkefni gekk.