Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 40 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 25.01.2026 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Árshóf Meitils - GT Tækni
Við hjá Meitli - GT Tækni á Grundartanga þökkum Bjössa Greifa kærlega fyrir skemmtunina í árshólfi fyrirtækisins. Bjössi sá um veislustjórn fyrir okkur 2015 og þegar kom að því að velja veislustjóra í ár komu upp eindregnar óskir um að fá hann aftur. Hann stóð sannarlega undir nafni, hélt uppi stem... Lesa meira
Petrína Ottesen

Fertugsafmæli í Reykjavík
Bjössi kom, sá og sigraði. Hann náði öllum út á dansgólfið, hópi sem var frá tvítugu upp á rúmlega 60 ára, geri aðrir betur. Hann fær topp meðmæli frá mér og ekki skemmdi að hann kunni ÖLL lögin.
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir

50 ára afmælispartý
Bjössi er ekki bara trúbador Bjössi er nefnilega líka alveg ótrúlega skemmtilegur og mikill tónlistarsnillingur! Hann kom og spilaði í afmælinu mínu enda eini tónlistarmaðurinn sem mér datt í hug eftir að hafa verið í nokkrum góðum partýum með honum og einhvern vegin hefur hann náð svo vel upp st... Lesa meira
Guðfinna Ármannsdottir