Bjössi Greifi SKEMMTIKRAFTUR

HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?

Vantar þig trúbador og/eða veislustjóra á árshátíðina, í brúðkaupið, starfsmannapartýið, óvissuferðina, afmælið, steggjapartýið, gæsapartýið eða bara hvað sem er?
Get einnig komið með trommu- og bassaleikara með mér ef verið er að leita að ekta sveitaballa stemmingu en við köllum okkur þá Smalana :)

Ég hef starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 40 ár. Ég er gítarleikari og einn af lagahöfundum Greifanna frá stofnun hljómsveitarinnar árið 1986 til dagsins í dag.

Ég legg metnað minn í að spila það sem við á hverju sinni og er núna í dag þann 24.01.2026 með um það bil 326 lög á prógraminu.
Sjá lagalista

Hafðu samband:

Bókunarsími: 899-8888
Netfang: bjossi@trubador.is
Smelltu hér til að senda skilaboð

Bjössi Greifi

UMSAGNIR / MEÐMÆLI

Árspartý starfsfólks Hlíðaskóla
Bjössi kom og hélt uppi stuðinu í árspartýi hjá starfsfólki Hlíðaskóla. Hann spilaði samfleytt í næstum tvo og hálfan klukkutíma og hefði örugglega haldið áfram í aðra tvo klukkutíma ef við hefðum haft salinn lengur! Virkilega góður hljóðfæraleikur og söngur og Bjössi áttaði sig algjörlega á því hva... Lesa meira
Sigurrós Jóna Oddsdóttir skemmtinefndarkona

Starfsmannagleði JCC
Bjössi kom og spilaði á sumargleðinni okkar í JCC. Fagmaður fram í fingurgóma. Las hópinn ótrúlega vel, byrjaði rólega og endaði með stæl, allir farnir að dansa :) Spilar nákvæmlega allt sem manni dettur í hug og er skemmtilegur sögumaður. Mæli 100% með honum í allt!
Ósk

Fertugsafmæli í Reykjavík
Bjössi kom, sá og sigraði. Hann náði öllum út á dansgólfið, hópi sem var frá tvítugu upp á rúmlega 60 ára, geri aðrir betur. Hann fær topp meðmæli frá mér og ekki skemmdi að hann kunni ÖLL lögin.
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir